Umsóknir í vinnslu

Þessa dagana erum við í óða önn að fara yfir umsóknir, skrá og skipuleggja. Þið verðið að hafa smá biðlund kæru foreldrar/nemendur á meðan við vinnum í þessu.

Það er ánægjulegt að geta þess að Grímsnes- og Grafningshreppur hefur ákveðið að bjóða sínum íbúum að sækja nám í Tónsmiðju Suðurlands. Þar með er Tónsmiðja Suðurlands með samning við öll sveitarfélög í Árnessýslu.

Sæktu um núna!

Þá er skólaárið 2018-2019 að baki og framundan sólbjart og notalegt sumar. Stjórnendur skólans eru þessa dagana að skipuleggja komandi skólaár og eru áhugasamir iðkendur beðnir um að skella inn umsókn hér fyrir næsta skólaár. Sjáumst hress og kát

Vorönn 2019

Gleðilegt ár.

Nú er allt á fullu hjá kennurum Tónsmiðjunnar að koma nýrri önn í gang, gamlir nemendur mæta skv. stundaskrá en nýir bíða spenntir eftir að kennarar hafi samband.

Við höfum fengið nýjan kennara í flotann. Hann heitir Dan Cassidy og kennir á fiðlu. Við látum fylgja með myndband af honum.

https://www.youtube.com/watch?v=FTBMrM25qiA

Míó Tríó gefur út lag

Stúlkurnar í Míó Tríó hafa gefið út ábreiðu af laginu „Man in the mirror“.

Ansi vel heppnað hjá stúlkunum sem náttúrulega stunda nám í Tónsmiðju Suðurlands.

Skemmtileg vorönn 2017

Vorönn Tónsmiðjunnar býður upp á nýjungar.   Fyrst má nefna að þær stöllurnar Karitas Harpa Davíðsdóttir & Kolbrún Lilja Guðnadóttir ætla að vera með námskeið fyrir ungmenni í 5.-10. bekk.  Námskeiðið ber yfirskriftina: Söngur, leiklist og sjálfstyrking.  Um er að ræða 12 vikna námskeið með söng og leiklist að leiðarljósi ásamt því að efla sjálfstraust og öryggi, framkomu og sköpunargleði.

Námskeið með söng og leiklist að leiðarljósi ásamt því að efla sjálfstraust og öryggi, framkomu og sköpunargleði.

Önnur nýjung er kórstarf á Flúðum.  Það er hugsað fyrir nemendur í 7.-10. bekk og verður æft vikulega út aprílmánuð.

Flúðakór, skráning á www.tonsmidjan.net

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í upphafi skólaárs

Nú styttist í að Tónsmiðja Suðurlands hefji sitt tólfta starfsár.  Óhætt er að segja að starfið styrkist með hverju árinu og sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig núverandi sem og fyrrum nemendur spjara sig.  Skólastarf verður með hefðbundnu sniði en þó verður alltaf bryddað upp á nýjungum eins og hægt er.

Að þessu sinni sjáum við á eftir góðum kennara sem hefur ákveðið að taka sér leyfi frá kennslu.  Eyrún Jónasdóttir verður á öðrum vígstöðvum í vetur og óskum við henni alls hins besta og þökkum henni samstarf undanfarinna ára.

Ennþá tökum við á móti umsóknum hér á vefnum og reynum að verða við öllum beiðnum um námskeið eða nám.

Sjáumst syngjandi kát í vetur.

Sveitarfélagið Ölfus bætist í hópinn

Ánægjulegt að segja frá því að:
„Bæjarráð Ölfuss samþykkir samhljóða að gera samning næsta skólaár til reynslu fyrir allt að 5 nemendur.“ Þannig að Tónsmiðja Suðurlands – þjónar nemendum í Árborg, Ásahreppi, Flóahreppi, Hrunamannahreppi, Hveragerðisbæ, Rangárþingi eystra, Skeiða- og Gnúpverjarhreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi. Einnig höfum við sinnt nemendum frá Rangárþingi ytra og Skaftárhreppi – með aðstoð Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga.

Tónsmiðja Suðurlands er einkarekinn tónlistarskóli, viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu.

Vorönn 2015


Um leið og við óskum nemendum og forráðamönnum gleðilegs árs viljum við vekja athygli á eftirfarandi:

Kennsla á vorönn hefst þriðjudaginn 6. janúar

Tónagull – rannsóknargrundað tónlistaruppeldi verður í boði á vorönn ef næg þátttaka fæst.  Áhugasamir ungbarnaforeldrar eru hvattir til að sækja um sem fyrst.

Kennarar skólans eru að vinna í nýjum umsóknum og munu í byrjun árs 2015 hafa samband við hlutaðeigandi.

 

 

Verkfall

Ágætu nemendur, foreldrar og forráðamenn.

Verkfall tónlistarkennara hefst á morgun miðvikudag 22. og fellur niður kennsla hjá öllum þeim sem eru skráðir í nám.  Námskeiðin halda óbreytt áfram.

Athugið einnig: „Skólastjórar eru undanþegnir verkfalli vegna stjórnunarstarfa, en starfa ekki sem kennarar á meðan á verkfalli stendur.“ Þetta gildir um Stefán.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/21/trui_thvi_ad_verkfallid_verdi_stutt/

Kv.

Ingibjörg og Stefán

Verkfall framundan!

Til nemenda og forráðamanna Tónsmiðju Suðurlands

Það má búast við verkfalli tónlistarkennara frá og með miðvikudeginum 22. október.   Best er fylgjast með fjölmiðlum til að fá nánari fréttir af gangi mála. Jafnframt munum við uppfæra fréttir á heimasíðu Tónsmiðjunnar www.tonsmidjan.net

Ef til til verkfalls kemur þá þýðir það eftirfarandi:

1. Tímar nemenda sem skráðir eru í nám, falla niður.

2. Tímar nemenda sem skráðir eru í námskeið halda áfram með óbreyttu sniði.

3. Stefán Þorleifsson er skráður stjórnandi skólans og fer þess vegna ekki í verkfall hvað varðar stjórnunarhluta skólans. „Skólastjórar eru undanþegnir verkfalli vegna stjórnunarstarfa, en starfa ekki sem kennarar á meðan á verkfalli stendur.“

Hægt er að afla sér upplýsinga um kjaraviðræðurnar á heimasíðu Félags tónlistarskólakennara á vef Kennarasambands Íslands: http://www.ki.is/adhildarfeloeg/f%C3%A9lag-t%C3%B3nlistarsk%C3%B3lakennara