Verkfall framundan!

Til nemenda og forráðamanna Tónsmiðju Suðurlands

Það má búast við verkfalli tónlistarkennara frá og með miðvikudeginum 22. október.   Best er fylgjast með fjölmiðlum til að fá nánari fréttir af gangi mála. Jafnframt munum við uppfæra fréttir á heimasíðu Tónsmiðjunnar www.tonsmidjan.net

Ef til til verkfalls kemur þá þýðir það eftirfarandi:

1. Tímar nemenda sem skráðir eru í nám, falla niður.

2. Tímar nemenda sem skráðir eru í námskeið halda áfram með óbreyttu sniði.

3. Stefán Þorleifsson er skráður stjórnandi skólans og fer þess vegna ekki í verkfall hvað varðar stjórnunarhluta skólans. „Skólastjórar eru undanþegnir verkfalli vegna stjórnunarstarfa, en starfa ekki sem kennarar á meðan á verkfalli stendur.“

Hægt er að afla sér upplýsinga um kjaraviðræðurnar á heimasíðu Félags tónlistarskólakennara á vef Kennarasambands Íslands: http://www.ki.is/adhildarfeloeg/f%C3%A9lag-t%C3%B3nlistarsk%C3%B3lakennara

 

Comments are closed.