Í upphafi skólaárs

Nú styttist í að Tónsmiðja Suðurlands hefji sitt tólfta starfsár.  Óhætt er að segja að starfið styrkist með hverju árinu og sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig núverandi sem og fyrrum nemendur spjara sig.  Skólastarf verður með hefðbundnu sniði en þó verður alltaf bryddað upp á nýjungum eins og hægt er.

Að þessu sinni sjáum við á eftir góðum kennara sem hefur ákveðið að taka sér leyfi frá kennslu.  Eyrún Jónasdóttir verður á öðrum vígstöðvum í vetur og óskum við henni alls hins besta og þökkum henni samstarf undanfarinna ára.

Ennþá tökum við á móti umsóknum hér á vefnum og reynum að verða við öllum beiðnum um námskeið eða nám.

Sjáumst syngjandi kát í vetur.

Comments are closed.