Skemmtileg vorönn 2017

Vorönn Tónsmiðjunnar býður upp á nýjungar.   Fyrst má nefna að þær stöllurnar Karitas Harpa Davíðsdóttir & Kolbrún Lilja Guðnadóttir ætla að vera með námskeið fyrir ungmenni í 5.-10. bekk.  Námskeiðið ber yfirskriftina: Söngur, leiklist og sjálfstyrking.  Um er að ræða 12 vikna námskeið með söng og leiklist að leiðarljósi ásamt því að efla sjálfstraust og öryggi, framkomu og sköpunargleði.

Námskeið með söng og leiklist að leiðarljósi ásamt því að efla sjálfstraust og öryggi, framkomu og sköpunargleði.

Önnur nýjung er kórstarf á Flúðum.  Það er hugsað fyrir nemendur í 7.-10. bekk og verður æft vikulega út aprílmánuð.

Flúðakór, skráning á www.tonsmidjan.net

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Comments are closed.