Í lok vorannar 2020
Þá er óhefðbundinni önn lokið.
Við viljum þakka nemendum og kennurum kærlega fyrir samstarfið á önninni hvort sem var í tímum í skóla eða á skjá heima í sófa.
Tveir kennarar eru að hætta hjá okkur, Dagný Halla & Unnur Birna. Við þökkum þeim kærlega samstarfið og óskum þeim alls hins besta.
Við erum nú þegar byrjuð að taka við umsóknum fyrir næsta skólaár og hlökkum til að hitta ykkur í haust.
Sumarkveðja frá Ingibjörgu & Stefáni
stebbi
0