Lok haustannar 2020
Þá sér fyrir endann á skrýtnu hausti með fjöldatakmörkunum, grímum og spritti.
Almennt séð hefur kennsla gengið vel og við höfum verið blessunarlega laus við Covid óværuna.
Nemendur hafa staðið sig með prýði og mæta jákvæðir og brosandi í tíma þrátt fyrir allt.
Nú styttist í jólafrí hjá okkur og er síðasti kennsludagur 18. des nk. Við byrjum svo af fullum krafti mánudaginn 4. janúar.
Einhverjir hafa haft samband við okkur v. mögulegs náms á komandi önn. Við hvetjum áhugasama að skella inn umsókn og við sjáum hvort við getum ekki leyst úr læðingi einhverja tónlist.
Hátíðarkveðja, Ingibjörg og Stefán.
stebbi
0