Í lok vorannar 2020

Þá er óhefðbundinni önn lokið.

Við viljum þakka nemendum og kennurum kærlega fyrir samstarfið á önninni hvort sem var í tímum í skóla eða á skjá heima í sófa.

Tveir kennarar eru að hætta hjá okkur, Dagný Halla & Unnur Birna. Við þökkum þeim kærlega samstarfið og óskum þeim alls hins besta.

Við erum nú þegar byrjuð að taka við umsóknum fyrir næsta skólaár og hlökkum til að hitta ykkur í haust.

Sæktu um hér!

Sumarkveðja frá Ingibjörgu & Stefáni

Jólatónleikar

Kæra foreldri/forráðamaður.
Jólatónleikar Tónsmiðju Suðurlands eru tvennir í ár:

Félagsheimilinu á Flúðum 12. desember kl. 18:00
& Selfosskirkju 17. desember kl. 18:00

Sem fyrr eru allir velkomnir til að njóta uppskerunnar með okkur.
Bestu kveðjur frá kennurum Tónsmiðju Suðurlands

Kennsla í Kerhólsskóla

Í dag undirrituðum við samning við Grímsnes- & Grafningshrepp. Við getum því með gleði boðið nemendur búsetta í GOGG velkomna í nám hjá okkur. Við stefnum einnig að því að bjóða upp á nám á skólatíma í samvinnu við Kerhólsskóla.

Umsóknir í vinnslu

Þessa dagana erum við í óða önn að fara yfir umsóknir, skrá og skipuleggja. Þið verðið að hafa smá biðlund kæru foreldrar/nemendur á meðan við vinnum í þessu.

Það er ánægjulegt að geta þess að Grímsnes- og Grafningshreppur hefur ákveðið að bjóða sínum íbúum að sækja nám í Tónsmiðju Suðurlands. Þar með er Tónsmiðja Suðurlands með samning við öll sveitarfélög í Árnessýslu.

Sæktu um núna!

Þá er skólaárið 2018-2019 að baki og framundan sólbjart og notalegt sumar. Stjórnendur skólans eru þessa dagana að skipuleggja komandi skólaár og eru áhugasamir iðkendur beðnir um að skella inn umsókn hér fyrir næsta skólaár. Sjáumst hress og kát

Vorönn 2019

Gleðilegt ár.

Nú er allt á fullu hjá kennurum Tónsmiðjunnar að koma nýrri önn í gang, gamlir nemendur mæta skv. stundaskrá en nýir bíða spenntir eftir að kennarar hafi samband.

Við höfum fengið nýjan kennara í flotann. Hann heitir Dan Cassidy og kennir á fiðlu. Við látum fylgja með myndband af honum.

https://www.youtube.com/watch?v=FTBMrM25qiA

Skemmtileg vorönn 2017

Vorönn Tónsmiðjunnar býður upp á nýjungar.   Fyrst má nefna að þær stöllurnar Karitas Harpa Davíðsdóttir & Kolbrún Lilja Guðnadóttir ætla að vera með námskeið fyrir ungmenni í 5.-10. bekk.  Námskeiðið ber yfirskriftina: Söngur, leiklist og sjálfstyrking.  Um er að ræða 12 vikna námskeið með söng og leiklist að leiðarljósi ásamt því að efla sjálfstraust og öryggi, framkomu og sköpunargleði.

Námskeið með söng og leiklist að leiðarljósi ásamt því að efla sjálfstraust og öryggi, framkomu og sköpunargleði.

Önnur nýjung er kórstarf á Flúðum.  Það er hugsað fyrir nemendur í 7.-10. bekk og verður æft vikulega út aprílmánuð.

Flúðakór, skráning á www.tonsmidjan.net